Solveig Lára fer í námsleyfi

Í nýju fréttabréfi Möðruvallaprestakalls kemur meðal annars fram að sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun verða í námsleyfi í desember, janúar og febrúar nk., sjá nánar fréttabréfið hér. Á meðan mun sr. Hjörtur Pálsson búa á Möðruvöllum ásamt konu sinni, Steinunni Bjarman, og þjóna prestakallinu.

Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag kl. 14 í Möðruvallakirkju. Þá er í fréttabréfinu vakin sérstök athygli á kyrrðardeginum sem verður í Leikhúsinu og kirkjunni á Möðruvöllum laugardaginn 26. september nk.