Haustviðburðir Leikhússins að hefjast

Næsta fimmtudag verður fyrsti viðburður haustsins í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Síðan rekur hver viðburðurinn annan á hálfsmánaðar fresti þangað til í lok nóvember, sjá hér. Viðburðirnir byrja alltaf kl. 20:30.

Á fimmtudaginn mun Þórður Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, segja nokkrar lífreynslusögur. Góð frásagnargáfa Dodda er þekkt meðal þeirra hann þekkja og hann hefur skrifað a.m.k. þrjár skemmtilegar frásagnir í Heimaslóð, sem er árbók hreppanna í Möðruvallaklaustursprestakalli.