Fundargerð - 21. mars 2007

Miðvikudaginn 21. mars 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 12. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Þór hf., lóðarmál

Lagt fram minnisblað, ódags., frá Ólafi Rúnari Ólafssyni hdl., um lóðamál Þórs hf. við Lónsbakka, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 14. febrúar 2007. Samþykkt að afmarka lóðarmörk upp á nýtt og færa þau til norðurs, ná þannig fram upphaflegri stærð lóðarinnar og þinglýsa þeirri stækkun sem fyrst. RARÍK hefur ákveðið að færa rafstreng sem er í lóðinni út fyrir lóðamörk. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við Odd Einarsson.

 

2.  Lánasjóður sveitarfélaga ohf., stofnfundur

Bréf dags. 7. mars 2007, frá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem boðað er til stofnfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 23. mars 2007. Með bréfinu fylgja drög að stofnsamningi sjóðsins. Þá er lögð fram til kynningar afkomutilkynning Lánasjóðs sveitarfélags fyrir árið 2006 sbr. ósk í tölvubréfi frá sjóðnum, dags. 8. mars 2007.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tilnefnir Guðmund Sigvaldason sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 23. mars 2007 og veitir honum umboð til að undirrita stofnsamning sjóðsins fyrir hönd Hörgárbyggðar.

 

3. Lækjarvellir, deiliskipulag

Lögð fram lokatillaga að deiliskipulagi ásamt drögum að greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum vegna athafna-, verslunar- og þjónustusvæðisins við Lækjarvelli. Deiliskipulagstillagan er með sama sniði sem var lögð voru fyrir fund sveitarstjórnar 14. febr. 2007.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi Lækjarvalla ásamt skipulags- og byggingarskilmálum, dags. 21. mars 2007, og felur sveitarstjóra að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar til að auglýsa deiliskipulagið, sbr. 3. tl. í ákvæði til bráðbirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ef Skipulagsstofnun mælir með því að það verði auglýst þá er sveitarstjóra falið að auglýsa deiluskipulagið í framhaldi af afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

 

4. Sparisjóður Norðlendinga, aðalfundur 2007

Lagt fram fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Norðlendinga, sem verður haldinn 28. mars 2007, sem jafnframt er eyðublað fyrir umboð fyrir atkvæðisrétt á fundinum.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn veitir Helga B Steinssyni oddvita fullt umboð til að fara með atkvæðisrétt fh. Hörgárbyggðar á aðalfundi Sparisjóðs Norðlendinga 2007.

 

5. Fundargerð skólanefndar Þelamerkurskóla 6. mars 2007

Fundargerðin er í sjö liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

6. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar, 13. mars 2007

Fundargerðin er í fimm liðum. Lagt fram afrit af skýrslu um reglulegt eftirlit Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk, dags. 19. febr. 2007. Einnig fylgir með greinargerð forstöðumanns um ástand Íþróttamiðstöðvarinnar og tillögur um endurbætur, dags. 13. mars 2007. Í fundargerðinni er gerð tillaga um að á þessu ári verði veitt framlag upp á kr. 5,0 milljónir til endurbóta á Íþróttamiðstöðinni. Hlutur Hörgárbyggðar af upphæðinni er u.þ.b. kr. 3,3 milljónir. Sveitarstjórn samþykkti að veita umbeðna fjárhæð til endurbóta og verður sú fjárhæð tekin af framkvæmdafé sveitarfélagsins í endurskoðaðri fjárhagáætlunin fyrir árið 2007. Forstöðumanni er falið að vinna frekar að undirbúningi fyrir endurbætur á lagnakerfi sundlaugarinnar, gufubaðs og potta. Fundargerðin síðan afgreidd.

 

7. Steðji, deiliskipulag

Þann 7. apríl 2006 samþykkti sveitarstjórn breytt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í land Steðja. Síðar kom í ljós að sá uppdráttur sem þá lá fyrir var ekki sá uppdráttur sem skipulagshöfundur var að vinna með. Lagður fram nýr uppdráttur frá Teiknistofu Benedikts Björnssonar, dags. 7. mars 2007.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu, dags. 7. mars 2007, frá Teiknistofu Benedikts Björnssonar að breyttu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Steðja.

 

8. Vinnuskóli 2007, fyrirkomulag

Lagt fram minnisblað um vinnuskóla Hörgárbyggðar sumarið 2007. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

9. Auðnir, framkvæmdaleyfi fyrir vegi

Bréf, dags. 18. október 2006, frá Vegagerðinni, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir Auðnavegi. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

 

10. Hlíðarbær, kostnaður við endurbætur

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar miðað við 16. mars 2007.  Eins og áður hefur komið fram, gaf þorrablótsnefnd 2007 Hlíðarbæ 100 þús. kr. til kaupa á búnaði. Lagt var til að keyptur verði skjávarpi fyrir gjöf þorrablótsnefndar og ef einhver mismunur verður á kaupverðs og gjafafjárhæð verði hann greiddur úr sveitarsjóði og var það samþykkt.

 

11. Byggðarmerki sveitarfélagsins

Lagðar voru fram skissur að byggðarmerki fyrir sveitarfélagið sem Jóhann H. Jónsson, teiknari, hefur gert, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 20. nóv. 2007 (11. liður). Ákveðið að fela Jóhanni að útfæra tillögun nr. 6 nánar.

 

12. Hólar, afmörkun landspildu

Tölvubréf, dags. 5. mars og 21. mars 2007, frá Sif Konráðsdóttur hrl., þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á afmörkun landsspildu sem skipt hefur verið út úr jörðinni Hólum í Öxnadal.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn staðfestir afmörkun, sbr. d-lið 14. gr. laga nr. 6/2001, á 4,25 ha landspildu í landi jarðarinnar Hóla, skv. uppdrætti BSE, dags. 21. mars 2007.

 

13. Varpholt, afmörkun lóðar

Bréf, dags. 1. mars 2007, frá Akureyrarbæ, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á afmörkun lóðar umhverfis Varpholt í landi Ytri-Skjaldarvíkur.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn staðfestir afmörkun, sbr. d-lið 14. gr. laga nr. 6/2001, á  u.þ.b. 18 ha lóð umhverfis Varpholt í landi jarðarinnar Ytri-Skjaldarvíkur, skv. ódagsettum uppdrætti.

 

14. Starfsreglur samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Fram voru lagðar til kynningar starfsreglur samvinnunefndarinnar, eins og þær voru samþykktar á fundi samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar 26. febr. 2007.

 

15. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, beiðni um fjárframlag

Bréf, dags. 22. febr. 2007, frá Vitanum – verkefnastofu, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Erindinu var hafnað.

 

16. Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, beiðni um auglýsingu

Tölvubréf, dags. 7. mars 2007, frá Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein, þar sem óskað er eftir auglýsingu í fréttablað samtakanna. Erindinu var hafnað.

 

17. Hafnasamlag Norðurlands, rekstur hafnarinnar í Hrísey

Tölvubréf, dags 8. mars, um fund forsvarsmanna Hafnasamlags Norðurlands (HN) og Hafnasamlags Eyjafjarðar (HSE) um að rekstur hafnarinnar í Hrísey færist frá HSE til HN. Einnig fylgir með úrdráttur úr fundargerð bæjarráðs Akureyrar, ódags., um málið. Lagt fram til kynningar.

 

18. Fundargerð byggingarnefndar 6. mars 2007

Fundargerðin er í tólf liðum. Enginn þeirra varðar Hörgárbyggð og er hún því afgreidd án athugasemda.

 

19. Fundargerð heilbrigðisnefndar 13. mars 2007

Fundargerðin er í níu liðum. Enginn þeirra varðar Hörgárbyggð og er hún því afgreidd án athugasemda.

 

20. Fundargerð stjórnar Eyþings, 9. febr. 2007

Fundargerðin er í níu liðum. Lögð fram til kynningar.

 

21. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 22. febr. og 15. mars 2007

Fundargerðin frá 22. febr. er í fjórum liðum og fundargerðin frá 15. mars er í tveimur liðum. Þær eru lagðar fram til kynningar.

 

22. Engimýri, afmörkun landspildu

Lögð fram yfirlýsing, dags. 17. mars 2007, ásamt uppdrætti, um skiptingu jarðarinnar Engimýri þannig að til verður 1,32 ha landspilda sem liggur að lóð gistiheimilisins á Engimýri. Óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á skiptingunni og afmörkun landsspildunnar. Ennfremur er óskað samþykkis á að landsspildan verði tekin úr landbúnaðarnotkun.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir skiptingu jarðarinnar Engimýri skv. yfirlýsingu eiganda, dags 17. mars 2007, og staðfestir afmörkun viðkomandi 1,32 ha landsspildu, sbr. d-lið 14. gr. laga nr. 6/2001, skv. uppdrætti BSE, dags. í júní 2005. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að landspildan verði tekin úr landbúnaðarnotum.

 

23. Tilnefning í kjörstjórn

Lagt fram bréf, dags. 20. mars 2007, frá Hauki Steindórssyni þar sem hann óskar eftir að vera leystur frá setu í kjörstjórn Hörgárbyggðar. Sveitarstjórn tilnefnir Sturlu Eiðsson sem aðalmann í kjörstjórnina í stað Hauks.

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl 00:10