Fífilbrekkuhátíð 2007 verður 15. júní

Í haust verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og þess verður minst með ýmsum hætti á árinu. Fífilbrekkuhátíð 2007 verður haldin síðdegis föstudaginn 15. júní.

Þá verður m.a. tekin í notkun fræðimannsíbúð á Hrauni í Öxnadal og fyrsti gesturinn flytur þar inn.

Sama dag er gert ráð fyrir að opna fólkvang í landi Hrauns. Þá er einnig vonast til að lokið verði við gerð glæsilegs áningarstaðar við þjóðveginn gegnt Hrauni.

Síðar verður greint frá viðburðum sem verða síðar á árinu.