Samstarfshópur um skipulagsmál

Myndaður hefur verið samstarfshópur Hörgárbyggðar og Akureyrarbæjar um skipulagsmál. Honum er ætlað að vera samráðsvettvangur um framtíðarskipulag á sveitarfélagamörkunum, þar sem byggð hefur verið að aukast á undanförnum árum. Meðal þess sem hópurinn mun ræða eru gatnatengingar milli Grænhólssvæðis og Skógarhlíðarhverfis og hugmyndir um ný íbúðahverfi á landareignum Akureyrarbæjar í Hörgárbyggð. Í samstarfshópnum eru Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Oddur Gunnarsson frá Hörgárbyggð og Jóhannes Árnason, Jón Ingi Cæsarsson og Ólafur Jónsson frá Akureyrarbæ.