Fréttasafn

Djákninn á Myrká gengur aftur

Böðvar Ögmundsson, djákni á Myrká, sem drukknaði í Hörgá í byrjun desember er genginn aftur og ásækir vinnukonu á Bægisá.Þannig gæti fréttin hafa hljómað á vef Skriðuhrepps hins forna árið 1394. Leikfélag Hörgdæla frumsýndi á fimmtudag nýtt leikverk sem er samið upp úr þessari þekktu sögu. Höfundur og leikstjóri er Jón Gunnar en Skúli Gautason hefur samið tó...

Fundargerð - 20. febrúar 2013

Miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, afgreiðsla Lagt f...

Ferð á Þverbrekkuvatn

Hin árlega fjölskylduferða UMF Smárans á Þverbrekkuvatn verður farin fljótlega. Áhugasamir hafi samband við Árna í Dunhaga í s.  866 7501...

Fundargerð - 18. febrúar 2013

Mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist: &n...

Kirkjukórinn hlýtur styrk

Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar hlaut styrk frá Menningarráði Eyþings til verkefnis sem nefnist Davíð og Jónas. Verkefnið er unnið í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla, Ferðaþjónustuna á Draflastöðum í Fnjóskadal og tónskáldin Daníel Þorsteinsson, Guðmund Óla Gunnarsson og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Verkefnið verður byggt upp á söngdagskrá við ljóð skáldanna Davíðs Stefáns...

Myndlistarsýning leikskólabarna í Húsasmiðjunni

Í tilefni degi leikskólans opnuðu börn á leikskólanum Álfasteini myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Verkin eru af ýmsum toga, sum innblásin af nýliðinni tannverndarviku, önnur af berjatínslu í haust. Í sumum tilvikum hafa listamennirnir algjörlega sleppt sér í sköpunargleðinni og látið hefðbundnar reglur um myndbyggingu fjúka út um gluggann.Hér eru nokkrar myndir af listamönnunum&nbs...

Íbúafundur um menningar- og tómstundamál

Laugardaginn 26. janúar var haldinn íbúafundur í Hlíðarbæ þar sem menningar- og tómstundamál voru til umræðu.  Frummælendur verða Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Alfa Aradóttir, forstöðumaður æskulýðsmála í Rósenborg. Minnispunkta af fundinum má finna hér....

Fundargerð - 26. janúar 2013

Íbúafundur um menningar- og tómstundamál í Hörgársveit haldinn í Hlíðarbæ laugardaginn 26. janúar 2013 kl. 10-14   Frummælendur: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu NorðurlandsAlfa Aradóttir, forstöðumaður æskulýðsmála hjá Rósenborg á Akureyri Fundarstjórar voru Árni Arnsteinsson, formaður menningar- og tómstundanefndar og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi. ...

Fundargerð - 16. janúar 2013

Miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerð byggingarnefndar, 14. desember 2012 Fundarg...

Freyju er saknað

Bændur í Skriðu sakna merarinnar Freyju frá Króksstöðum, sem sést á myndinni til vinstri. Hún hvarf úr hólfi í Stóru-Brekku í Hörgárdal (skammt norðan Möðruvalla) í byrjun mánaðarins. Freyju er sárt saknað og ef einhver hefur orðið var við hana síðan föstudaginn 4. janúar er hann/hún beðin/n að hringja hið fyrsta í síma 899 1057 eða 863 0057. ...