Myndlistarsýning leikskólabarna í Húsasmiðjunni

Í tilefni degi leikskólans opnuðu börn á leikskólanum Álfasteini myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Verkin eru af ýmsum toga, sum innblásin af nýliðinni tannverndarviku, önnur af berjatínslu í haust. Í sumum tilvikum hafa listamennirnir algjörlega sleppt sér í sköpunargleðinni og látið hefðbundnar reglur um myndbyggingu fjúka út um gluggann.
Hér eru nokkrar myndir af listamönnunum útskýra sýninguna fyrir starfsmönnum Húsasmiðjunnar.