Freyju er saknað

Bændur í Skriðu sakna merarinnar Freyju frá Króksstöðum, sem sést á myndinni til vinstri. Hún hvarf úr hólfi í Stóru-Brekku í Hörgárdal (skammt norðan Möðruvalla) í byrjun mánaðarins. Freyju er sárt saknað og ef einhver hefur orðið var við hana síðan föstudaginn 4. janúar er hann/hún beðin/n að hringja hið fyrsta í síma 899 1057 eða 863 0057.