Heimasíða fyrir menningar- og sögutengda starfsemi

Sl. föstudag opnaði Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sameiginlegan vef  menningar- og sögutengdrar starfsemi í Hörgársvæðinu. Vefföngin eru www.visithorga.is og www.horga.is.

Markmiðið með vefnum er koma á framfæri þeirri gróskumiklu starfsemi sem er á þessu sviði á svæðinu. Þar eru mjög margir sögustaðir, s.s. Gásir, Möðruvellir og Hraun í Öxnadal. Á öllum þessum stöðum hefur verið sett á fót starfsemi sem byggist á þeim menningararfi sem um er að ræða á hverjum stað.

Þá er á Hörgársvæðinu rekin öflug listastarfsemi, m.a. í menningarmiðstöðinni Verksmiðjunni á Hjalteyri og á vegum Leikfélags Hörgdæla. Á svæðinu eru tvö vel búin félagsheimili, Hlíðarbær og Melar, og síðast en ekki síst er þar geysivinsæl sundlaug, Jónasarlaug á Þelmörk. 

Eftirtaldir 14 aðilar standa að vefnum:

Amtsmannssetrið Möðruvöllum

Ferðafélagið Hörgur

Freyjulundur, vinnustofa

Gásakaupstaður

Íþróttamiðstöðin á Þelamörk

Hlíðarbær, félagsheimili

Hraun í Öxnadal

Kirkjukórinn

Melar, félagsheimili

Leikfélag Hörgdæla

Stóri-Dunhagi, opinn landbúnaður

Sæludagur í sveitinni, sveitarhátíð

Verksmiðjan, sýningarsalur og menningarmiðstöð

Veiðifélag Hörgár