Úrslit kosninganna til sveitarstjórnar liggja fyrir

Kjörnefnd, sem skipuð af sýslumanninum á Akureyri, til að úrskurða um tvö vafaatkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 29. maí sl. kvað í dag þann úrskurð að þau skuli vera gild. Það þýðir að þau úrslit kosninganna sem kynnt voru strax eftir kosningarnar standa óbreytt.