Vinnuskólinn byrjaður

Í gær byrjaði vinnuskóli sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Að þessu sinni skráðu 14 þátttakendur sig í vinnuskólann sem er fleira en nokkru sinni áður. Helstu verkefni eru umhirða og fegrun víðs vegar í sveitarfélaginu. Þá er það nýjung hjá vinnuskólanum að fræðsludagskrá verður þar í sumar. Verkstjóri vinnuskólans er Þorvaldur Hermannsson og flokkstjóri er Sigurður Þrastarson. Á myndinni er hópur úr vinnuskólanum. Vinnuskólinn mun starfa í 8 vikur, þ.e. til júlí-mánaðar.