Lengur opið í sundlauginni

Vegna mikillar aðsóknar verður afgreiðslutími Jónasarlaugar, sem er sundlaugin á Þelamörk, lengdur á laugardögum. Í mörg ár hefur sundlauginni verið lokað klukkan 18 á laugardögum, en frá og með næsta laugardegi verður þar opið til kl. 20.

Aðsóknin að sundlauginni hefur verið mjög góð síðan endurbótum á henni lauk fyrir jólin. Fyrstu 10 vikur ársins komu um 12 þúsund manns í Íþróttamiðstöðina, sem er 20-faldur íbúafjöldi í sveitarfélögunum sem standa að rekstri hennar, þ.e. Hörgárbyggð og Arnarneshreppur.