Fundargerð - 18. mars 2009

Miðvikudaginn 18. mars 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 38. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir sem kom í stað Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgu Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 4. mars 2009

Fundargerðin er í sextán liðum. Í sextánda lið hennar kemur fram að á fundi heilbrigðisnefndar hafi fráveituframkvæmdir í Hörgárbyggð verið kynntar.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

2. Fundargerðir héraðsráðs, 28. jan. og 5. febr. 2009

Fyrri fundargerðin er í fjórum liðum og sú síðari í einum lið. Þær fjalla báðar nánast eingöngu um niðurlagningu héraðsnefndar, sjá næsta dagskrárlið. Í 4. lið fyrri fundargerðarinnar kemur fram að framlag sveitarfélaganna til byggingarframkvæmda framhaldsskóla þarf að hækka um 32 millj. kr. miðað við framlög á fjárlögum ríkisins.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

3. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, niðurlagning

Lagt fram tölvubréf, dags. 12. mars 2009, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um niðurlagningu Héraðsnefndar ásamt minnisblaði sem vísað er til í tölvubréfinu.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að Héraðsnefnd Eyjafjarðar skuli lögð niður og að héraðsráði verði falið að kjósa skiptastjórn til að ganga formlega frá þeim málalokum.

 

4. Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026, breyting

Í ljós hefur komið að Skipulagsstofnun túlkar setninguna “Allar nýbyggingar skulu vera í samræmi við samþykkt deiliskipulag” í greinargerð staðfests aðalskipulags Hörgárbyggðar öðruvísi en til stóð. Í 2. mgr. er 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er kveðið á um málsmeðferð þegar um er að ræða óverulegar breytingar á staðfestu aðalskipulagi.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir að niður falli eftirfarandi setning í kaflanum Byggingar á landbúnaðarsvæðum í gr. 4.1.11 í aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026: “Allar nýbyggingar skulu vera í samræmi við samþykkt deiliskipulag.” Sveitarstjórn telur að breytingin falli undir 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar í samræmi við lagagreinina.

 

5.         Reglur um innheimtu

Gildandi reglur um innheimtu fyrir Hörgárbyggð eru frá 24. apríl 2005. Með samningi við Intrum, sem afgreiddur var á síðasta fundi sveitarstjórnar, breyttist innheimtuferlið ofurlítið og það kallar á uppfærslu á innheimtureglunum.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að nýjum innheimtureglum fyrir Hörgárbyggð og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

6. Hörgárdalur, jarðhitaleit

Á fundinum var greint frá viðræðum við ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir), Orkusjóð og Norðurorku um hugsanlega jarðhitaleit í Hörgárdal. Málið hefur þróast út frá hugmynd um forkönnun á lagningu hita- og vatnsveitu í Hörgárdal og á Þelamörk, sjá 14. lið fundargerðar sveitarstjórnar 3. des. 2008.

Til kynningar.

 

7. Vinnuskóli 2009, fyrirkomulag

Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag vinnuskóla sumarið 2009. Reiknað er með þó nokkurri fjölgun í vinnuskólanum bæði vegna stærri árganga og vegna atvinnuástandsins í þjóðfélagin.

 

8. Lánasjóður sveitarfélaga, lántaka

Tekin fyrir að nýju ákvörðun sveitarstjórnar frá síðasta fundi hennar, þar sem ákveðið var að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Þá var gert ráð fyrir að það yrði til 10 ára, en síðar kom í ljós að sá lánstími er ekki í boði að svo stöddu, en lán til 15 ára er fáanlegt.

Til að uppfylla formsatriði v/lántökunnar var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 20.000.000 til 15 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Lánið er tekið til að standa straum af kostnaði við gatnagerð vegna nýrra atvinnulóða við Lækjarvelli, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er sveitarstjóra, Guðmundi Sigvaldasyni kt. 140454-4869, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgárbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

9. Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021, kynning

Bréf dags. 27. febrúar 2009, frá Sveitarfélaginu Skagafirði um kynningu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021, sbr. lög þar um. Bréfinu fylgdu ekki gögn þar sem þau eru aðgengileg á heimasíðu Skagafjarðar.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Niðurstöður Forvarnardagsins 2008

Bréf dags. 6. mars 2009, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um niðurstöður Forvarnardagsins 2008 og hagnýtingu þeirra.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins, 17. febr. og 4. mars 2009

Fundargerðirnar eru í fjórum liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

12. Fundargerð stjórnar Eyþings, 18. febr. 2009, fundargerð samráðsfundar Eyþings og SSA 19. jan. 2009 og fundargerð stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturkjördæmis, 21. jan. 2009

Fyrsta fundargerðin er í ellefu liðum, sú næsta er í sex liðum og sú síðasta er í fimm liðum. Í síðasta lið fyrstu fundargerðarinnar eru m.a. nefndar framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

13. Meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs

Bréf dags. 16. mars 2009, frá Umhverfisstofnun, þar sem kemur fram að frá 1. janúar 2009 bera framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja ábyrgð á meðhöndlun slíkra tækja eftir að notkun þeirra lýkur að því undanskildu að sveitarfélög skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á tækjunum skv. reglum þar um. Fram kom að stefnt er að því að Flokkun ehf. komi upp aðstöðu sem til þarf.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Trúnaðarmál

 

15. Hlíðarbær, úttekt endurbóta

Gerð var grein fyrir úttekt byggingarfulltrúa, eldvarnaeftirlitsmanns og heilbrigðisfulltrúa á endurbótunum í Hlíðarbæ. Úttekin fór fram 27. febr. 2009.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:30.