Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Á fimmtudaginn vann Þelamerkurskóli sinn riðil í Skólahreysti glæsilega. Í liði skólans eru (frá vinstri á myndinni) Daníel Sigmarsson, Björgum, Björgvin Helgason, Sílastöðum, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, og Þórdís Gísladóttir, Skógarhlíð 16. Aðrir skólar í riðlinum voru grunnskólarnir á Akureyri og Hrafnagilskóli. Lið Þelamerkurskóla mun keppa í úrslitum Skólahreystis sem fram fer í Reykjavík 30. apríl nk. Nánar á vef Þelamerkurskóla, sjá hér.