Góð frammistaða á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Um síðustu helgi var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára. UMSE sendi 33 keppendur á mótið og endaði félagið í 2. sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni. Það er besti árangur UMSE á mótinu í mjög langan tíma.

UMSE vann Íslandsmeistaratitil félagsliða í flokkum 12 ára stelpna og 13 ára stráka. Í stúlknaliðinu voru tvær stúlkur úr Smáranum, þær Eva Margrét Árnadóttir, Stóra-Dunhaga  og Katrín Birna Vignisdóttir Litlu-Brekku. Auk þeirra voru í liðinu þær Monika Rögnvaldsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir.
Þá unnu 11 ára stelpur til silfurverðlauna í 4x200m boðhlaupi. Tvær stelpnana eru í Smáranum, þær Sigrún Sunna Helgadóttir, Stóra-Dunhaga, og Hulda Kristín Helgadóttir, Syðri-Bægisá. Hinar stelpurnar í boðhlaupssveitinni voru Lotta Karen Helgadóttir og Júlíana Björk Gunnarsdóttir.