Fréttir

Úttekt á lífríki og búsvæðum Hörgár

Á aðalfundi Veiðifélags Hörgár í gær sagði Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, frá fyrstu heildarúttektinni sem gerð hefur verið á vatnasvæði árinnar.  Um er að ræða bæði lífríkisrannsókn og búsvæðamat. Meginniðurstaðan er að vatnasvæðið á að geta gefið mun meira af sér en að undanförnu. Úttekin mun koma að góðum notum við stjórnun á veiði og annarri nýting...

Árshátíð Þelamerkurskóla

Fimmtudagskvöldið 2. apríl nk. verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin með pompi og prakt. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning, dans og kaffiveitingar. 9.-10. bekkur mun sýna brot úr hinu vinsæla leikriti Ávaxtakarfan. Leikstjórar eru Anna Rósa Friðriksdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 1.000 fyrir 6 ára og eldri, kaffihl...

Styrktarsýning á Melum

Á fimmtudaginn, 26. mars, verður leikritið „Stundum og stundum ekki“ sýnt á Melum til styrktar Krabba­meinsfélagi Akureyrar og nágrennis til minningar um Hólmfríði Helgadóttur sem lést langt um aldur fram þann 18. desember síðast­liðinn eftir langa baráttu við krabbamein. Eins og alltaf í tilfellum sem þessum vonuðu allir að henni tækist að yfirbuga óvininn. Sjálf hafði hún á því...

Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Á fimmtudaginn vann Þelamerkurskóli sinn riðil í Skólahreysti glæsilega. Í liði skólans eru (frá vinstri á myndinni) Daníel Sigmarsson, Björgum, Björgvin Helgason, Sílastöðum, Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, og Þórdís Gísladóttir, Skógarhlíð 16. Aðrir skólar í riðlinum voru grunnskólarnir á Akureyri og Hrafnagilskóli. Lið Þelamerkurskóla mun keppa í úrslitum Skólahreystis sem fram fer í R...

Lengur opið í sundlauginni

Vegna mikillar aðsóknar verður afgreiðslutími Jónasarlaugar, sem er sundlaugin á Þelamörk, lengdur á laugardögum. Í mörg ár hefur sundlauginni verið lokað klukkan 18 á laugardögum, en frá og með næsta laugardegi verður þar opið til kl. 20. Aðsóknin að sundlauginni hefur verið mjög góð síðan endurbótum á henni lauk fyrir jólin. Fyrstu 10 vikur ársins komu um 12 þúsund manns í Íþróttamiðst...

Góð frammistaða á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Um síðustu helgi var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára. UMSE sendi 33 keppendur á mótið og endaði félagið í 2. sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni. Það er besti árangur UMSE á mótinu í mjög langan tíma. UMSE vann Íslandsmeistaratitil félagsliða í flokkum 12 ára stelpna og 13 ára stráka. Í stúlknaliðinu voru tvær stúlkur úr Smáranum, þær Eva Margrét Árnadót...

Frumsýning á Melum

Fimmtudaginn 5. mars frumsýnir Leikfélag Hörgdæla gamanleikinn „Stundum og stundum ekki“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Gamanleikurinn er eftir Arnold og Bach og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Hann var fyrst sýndur á Íslandi í Iðnó árið 1940. Á þeim tíma þótti verkið fara langt út yfir velsæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á svi...

Trjásafn á Hrauni

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning um að koma upp trjásafni (arboretum) í afgirtum garði umhverfis íbúðarhúsið að Hrauni í Öxnadal.  Í trjásafninu verða gróðursett eintök af öllum íslensku trjám og runnum sem þar geta þrifist.  Auk þess verður stofnað til skógræktar í heimalandi Hrauns á þeim hluta jarðarinnar sem er utan fó...

Sundlaugin heimsfræg?

Forsíðu nýjasta hefti atlantica, sem er flugtímarit Icelandair, prýðir mynd af sundlauginni á Þelamörk. Þar með má ætla að allir sem koma til landsins með flugvélum flugfélagsins núna á útmánuðum virði fyrir sér myndina af þessu fallega mannvirki og því glæsilega umhverfi sem það er í. Sama mynd er líka inni í blaðinu, ásamt myndum af nokkrum öðrum íslenskum sundlaugum. Þeim fy...

Stundum og stundum ekki á Melum

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir farsann „Stundum og stundum ekki“ eftir þá kumpána Arnold og Bach 5. mars nk. á Melum í Hörgárdal. 15 leikarar taka þátt í uppsetningunni auk fjölda annarra sem koma að tæknimálum, hönnum og smíði sviðsmyndar, búningahönnun, förðun o.fl. Hallmundur Kristinsson hannar leikmynd, Ingvar Björnsson sér um ljósahönnun og Guðmundur Óskar Guðmundsson hefur yfirumsjón með ...