Fréttir

Heyskapur byrjaður í Brakanda

Í fyrradag, 10. júní, voru fyrstu túnin í Hörgárdal slegin. Það voru 7 hektarar af háliðagrasi hjá Viðari bónda í Brakanda. Undanfarið hefur verið þokkaleg sprettutíð svo að væntanlega fer heyskapur í fullan gang hér um sveitir á næstu dögum ef þurrkur verður. Í Hörgárbyggð eru alls rúmlega 2.000 hektarar af túnum og kornökrum, svo að nokkur handtök eru framundan í sveitarfélaginu v...

Grænfáninn kominn í Álfastein

Í dag fékk leikskólinn Álfasteinn Grænfánann afhentan í fyrsta sinn, og vonandi ekki í það síðasta. Afhendingin fór fram með viðhöfn á sumargrillhátíð leikskólans. Eygló Björnsdóttir, fulltrúi Grænfánaverkefnis Landverndar, afhenti fánann með ávarpi og við honum tók umhverfisnefnd leikskólans með aðstoð fjölda barna. Í nefndinni eru Halldóra E. Jóhannsdóttir, formaður, Bergljót Jónsdóttir og ...

Kirkjukórinn í tónleikaferð

Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju leggur á morgun land undir fót með tónleika sem bera yfirskriftina "Konan og ástin í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi". Fyrst verður sungið í Þorgeirskirkju við Ljósavatn 11. júní kl. 20:30 og svo í Ketilhúsinu á Akureyri 13. júní kl. 15:00. Með í för verða Björk Jónsdóttir söngkona og Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Stjórnandi er Helga Brynd...

Álfasteinn fær Grænfánann

Á fimmtudaginn, 11. júní, kl. 12:00 mun leikskólinn Álfasteinn fá Grænfánann afhentan við athöfn, sem verður á árlegri sumargrillhátíð skólans. Allir íbúar sveitarfélagsins og aðrir gestir eru velkomnir.  Nemendur og starfsmenn Álfasteins hafa undirbúið sig vel í nærri tvö ár undir að taka við Grænfánanum. Sjá hér dæmi um starfið sem unnið hefur verið. Skólinn mun flagga Grænfánanum næst...

Sumardagskrá Leikhússins

Sumardagskrá Leikhússins á Möðruvöllum er komin út. Á henni eru sex mjög áhugaverðir viðburðir. Sá fyrsti er fimmtudaginn 11. júní. Þá verður Þóroddur Sveinsson með fyrirlestur og myndasýningu um sögu og umhverfi Möðruvalla. Síðan verða viðburðirnir á tveggja vikna fresti til 20. ágúst þegar Guðrún Jónsdóttir verður með sögubrot um fjölskyldu hennar og Möðruvelli. Dagskráin í heild er hé...

Fífilbrekkuhátíð 13. júní

Árleg Fífilbrekkuhátíð Menningarfélagsins Hrauns i Öxnadal verður laugardaginn 13. júní 2009 og hefst hún kl. 14:00. Aðalefni hátíðarinnar að þessu sinni er að Dansfélagið VEFARINN sýnir þjóðdansa. Opnað verður trjásafn (arboretum) sem komið verður upp í landi Hrauns og gerð grein fyrir næstu skrefum í starfsemi félagsins. Gönguferðir verða upp að Hraunsvatni og suður í Hraunin undir leiðsögn. Þá ...

Hagnaður hjá sveitarsjóði 2008

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur afgreitt ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2008. Rekstrartekjur A- og B-hluta sveitarsjóðs á árinu voru samtals 232 millj. kr. og rekstrargjöld voru 210 millj. kr. Hagnaður af rekstri varð því 22 millj. kr. sem er 9,5%. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur urðu 17 millj. kr. og munar þar langmestu um gengistap, sem varð 18,6 millj. kr. H...

Bakkavarnir við Hörgá

Hörgá hefur í gegnum tíðinni oft flæmst víða um bakka sína og oft valdið skaða á ræktunarlöndum. Bændur hafa því löngum reynt að hamla gegn því með grjótvörnum og öðrum ráðstöfunum. Í gær var verið að færa stórgrýti sem fyrir löngu hafði verið sett við austurbakka árinnar á móts við Þelamerkurskóla, en hafði þar misst gildi sitt, og nota það við að beina ánni frá vesturbak...

Halldór á Sílastöðum í hópi þeirra bestu

Í Mogganum um helgina var sagt frá afreki Halldórs Helgasonar á Sílastöðum á snjóbrettamóti í Geilo í Noregi, sem var í upphafi páskavikunnar. Snjóbrettamótið er kennt við Andreas Wiig, sjá hér heimasíðu hans. Halldór sigraði á mótinu og hlaut 100.000 norskar krónur í sigurlaun. Það eru tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Eldri bróðir hans, Eiríkur, er mjög þekktur snjóbretta...

Nýtt hreinsivirki fráveitu Lónsbakka

Nýlega var tekið í notkun nýtt hreinsivirki fyrir fráveitu Lónsbakka. Það byggist á því að siturvatnið sem kemur frá rotþró fráveitunnar er hreinsað með ósoni sem er sprautað í gegnum það. Ósonið er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts. Þessi aðferð byggist á tækniþróun raftæknifyrirtækisins RAF ehf. á Akureyri, með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hreinsivirk...