Fréttir

Endurbæturnar í Hlíðarbæ á fullu

Endurbætur á anddyri og snyrtingum Hlíðarbæjar, sem hófust í júlí ganga vel. Lokið er breytingum á veggjum, flísalögn er á lokastigi, málun er hafin og verið er að setja karma í dyragötin. Í dag voru smiðir og múrarar önnum kafnir við framkvæmdirnar, sjá hér til vinstri og á mynd sem birtist með þegar smellt er á  meira. . Áætlað er að endurbótunum ljúki í næsta mánuð...

Sundlaugarframkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við endurbætur á sundlauginni á Þelamörk ganga vel. Tækjahús hefur verið steypt og gufubaðsklefi ofan á það. Lagnavinnan er í fullum gangi. Breytingar á sundlaugarkerinu ganga skv. áætlun.  Síðan verða tveir heitir pottar steyptir. Stálstaurar í skjólgirðingu eru komnir á staðinn. Áætlað er að verkinu ljúki 1. desember nk. Aðalverktaki er B. Hreiðarsson ehf....

Gangnaseðlar komnir út

Fyrstu göngur í Hörgárbyggð þetta árið verða 10.-14. sept. Lokið er niðurröðun gangnadagsverka og gangnaseðlar verða sendur fjáreigendum á næstu dögum. Fjallskilum í sveitarfélaginu er skipt í þrjár deildir, Glæsibæjardeild, Skriðudeild og Öxnadalsdeild. Gangnaseðil hverrar deildar er hægt að skoða hér á heimasíðunni, smella hér. Heildarfjöldi gangnadagsverka í Hörgárbyggð í haust er 392...

Ljósastauraviðhald

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti sl. vetur reglur um fyrirkomulag á peruskiptum og öðru viðhaldi á ljósastaurum við heimreiðar. Reglurnar fjalla líka um hvernig standa eigi að uppsetningu ljósastaura. Skv. reglunum þarf að tilkynna um ónýtar perur og aðra viðhaldsþörf á endastaurum heimreiða fyrir 1. september nk., ef úrbætur á að gera núna í september. Næsta viðgerðaferð verður svo fyrir jól...

Hlaupabraut við Þelamerkurskóla

Umf. Smárinn, í samvinnu við Hörgárbyggð og Arnarneshrepp, er að koma sér upp æfingahlaupabraut við Þelamerkurskóla. Á hlaupabrautinni er gerviefni, eins og á fullkomnustu hlaupabrautum. Hún er rúmlega 80 m löng með þrjár brautir. Undir henni er snjóbræðslukerfi. Æfingabrautin mun gjörbreyta til batnaðar æfingaaðstöðu iðkenda Smárans í spretthlaupum og langstökki. Frjálsíþrótta...

Um undanþágu frá gangnaskyldu

Í vinnureglum fjallskilanefndar Hörgárbyggðar er eftirfarandi ákvæði um undanþágu frá gangnaskyldu ef fé er haft í girðingu sumarlangt:  “Undanþágur frá gangnaskyldu er ekki veittar nema viðkomandi fjáreigandi hafi allt sitt fé í girðingum sumarlangt, enda séu þær sauðheldar að mati sveitarstjórnar.” Þeir sem telja sig falla undir þetta ákvæði að þessu sinni þurfa að sækja um undanþágu ...

Verkefnastyrkir til menningarmála

Menningarráð Eyþings hefur auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Um er að ræða aukaúthlutun á þessu ári. Þau verkefni sem fá forgang að þessu sinni þurfa að uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna ...

Endurbætur á Hlíðarbæ hafnar á ný

Hafin er vinna við endurbætur á félagsheimilinu Hlíðarbæ. Anddyri hússins verður breytt verulega og snyrtingarnar endurgerðar frá grunni. Þar sem nú er fatahengi í anddyrinu verður útbúin setustofa og fatahengið fært til og minnkað. Gerð verður aðstaða til að bera fram veitingar í anddyrinu, þannig að unnt verður að nota anddyrið fyrir samkomur án þess að aðalsalurinn sé opnaður. Hö...

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldastemming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí kl. 11-17. Á laugardeginum kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Kaupmenn og...

Jötungíman í Þríhyrningi

Sveppurinn jötungíma birtist fyrir ofan Þríhyrning í Hörgárdal fyrir um mánuði síðan. Hann var óvenjusnemma á ferðinni í ár, en flest árin síðan 1988 hefur hann látið sjá sig þar. Þessi sveppur vex aðeins þremur öðrum stöðum á landinu svo vitað sé. Hann er stærsti sveppur á Íslandi og getur orðið yfir 60 sm í þvermál. Myndin til vinstri er tekin fyrir nokkrum dögum af einum sveppanna í Þríhyr...