Fréttir

Göngur og réttir

Á morgun, miðvikudag, hefjast göngur í Hörgárbyggð þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 5.261 kind, sem er fjölgun um 114 frá fyrra ári. Álögð dagsverk eru alls 392. Réttir eftir 1. göngur í Hörgárbyggð í haust eru...

UMSE Íslandsmeistari 11-14 ára

Um miðjan ágúst vann frjálsíþróttalið UMSE í flokki 11-14 ára það afrek að verða Íslandsmeistarar félagsliða. Þetta var á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsum sem fram fór á Hornafirði. Þetta er mikið afrek og er í fyrsta skipti í fjöldamörg ár sem landsbyggðarlið nær þessum titli. Svo er þetta í fyrsta skipti sem UMSE nær honum. UMSE-liðið er skipað Ólafsf...

Solveig Lára fer í námsleyfi

Í nýju fréttabréfi Möðruvallaprestakalls kemur meðal annars fram að sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun verða í námsleyfi í desember, janúar og febrúar nk., sjá nánar fréttabréfið hér. Á meðan mun sr. Hjörtur Pálsson búa á Möðruvöllum ásamt konu sinni, Steinunni Bjarman, og þjóna prestakallinu. Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag ...

Allir í Laufás á sunnudaginn

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði kl. 14 – 16. Minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, Sigurður Bergsteinsson, verður með erindi í þjónustuhúsi Gamla bæjarins. Í því fjallar hann um íslenska ...

Haustviðburðir Leikhússins að hefjast

Næsta fimmtudag verður fyrsti viðburður haustsins í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Síðan rekur hver viðburðurinn annan á hálfsmánaðar fresti þangað til í lok nóvember, sjá hér. Viðburðirnir byrja alltaf kl. 20:30. Á fimmtudaginn mun Þórður Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, segja nokkrar lífreynslusögur. Góð frásagnargáfa Dodda er þekkt meðal þeirra hann þekkja og hann hefur skrifað a.m.k. þr...

Styrkir til menningarstarfs

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamála- og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Árið 2009 hafa þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, by...

Nýtt hreinsivirki afhent

Fyrr í þessum mánuði afhenti Raf ehf. fráveitu Lónsbakka formlega nýtt hreinsivirki fyrir siturvatn frá rotþró fráveitunnar. Hreinsivirkið byggir á nýrri umhverfisvænni aðferð. Hún felst í því að ósón er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts og því er síðan sprautað í gegnum siturvatnið. Rafgreiningin fer fram í húsi við rotþróna en hreinsunin á siturvatninu gerist í búnaði sem er n...

Undanþága frá gangnaskyldu

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæði í vinnureglum fjallskilanefndar Hörgárbyggðar: “Undanþágur frá gangnaskyldu er ekki veittar nema viðkomandi fjáreigandi hafi allt sitt fé í girðingum sumarlangt, enda séu þær sauðheldar að mati sveitarstjórnar.” Þeir sem telja sig falla undir þetta ákvæði að þessu sinni þurfa að sækja um undanþágu til fjallskilanefndarmanna eða á skrifstofu Hörgárbyggðar í s...

Skólasetning Þelamerkurskóla

Skólasetning Þelamerkurskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl. 11:00. Setningin verður með sama sniði og í fyrra. Hún fer fram í Mörkinni, útikennslustofu skólans norðan við Laugaland. Að setningu lokinni verður boðið uppá kakó, kex og snúbrauð. Allir eru velkomnir á skólasetninguna. Þriðjudaginn 25. ágúst hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá. Nánar hér á heimasíðu skólans.&n...

Minningarstofan um Jónas í Hrauni

Minningarstofan um Jónas Hallgrímsson í Hrauni í Öxnadal verður opin á sunnudögum í júlí frá kl. 14:00 til 18:00.  Í minningarstofunni eru frásagnir, myndir, uppdrættir og teikningar sem bregða ljósi yfir ævi og störf fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem með ljóðum sínum fann fegurð íslenskrar náttúru og hefur með þeim mótað íslenskar bókmenntir og íslenska list allar götur síðan. Lýst er ljóðm...