Fréttir

Góður árangur á Landsmóti UMFÍ

Velheppnuðu Landsmóti UMFÍ lauk á Akureyri á sunnudaginn. Félagar í Ungmennafélaginu Smárunum kepptu þar undir merkjum UMSE/UFA og stóðu sig mjög vel. Hjördís Haraldsdóttir í Baldursheimi vann gullverðlaun í jurtagreiningu og Sesselja Ingólfsdóttir í Fornhaga varð í 4. sæti í sömu grein. Bridds-lið UMSE/UFA, með þá Gylfa Pálsson frá Dagverðartungu og Helga Steinsson á...

Ofurhlauparinn í Jónasarlaug

Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari Íslands, hvíldi sig stundarkorn í Jónasarlaug á Þelamörk á leið sinni á landsmót UMFÍ á Akureyri í dag. Gunnlaugur hefur hlaupið alla leið frá Reykjavík og safnað með því fjármagni til styrktar endurhæfingardeildinni á Grensás. Edda Heiðrún Bachmann og fleiri félagar í hollvinasamtökum Grenásdeildar tók á móti Gunnlaugi við Þelamerkurskóla. Þaðan mun ha...

Göngum flýtt í Hörgárbyggð

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu fjallskilanefndar um að göngur í Hörgárbyggð verði einni viku fyrr en kveðið er á um í fjallskilasamþykkt. Það er gert í fullu samráði við nágrannasveitarfélögin. Þetta er raunar sami háttur og hefur verið í þessum efnum undanfarin ár....

Fornleifarannsóknir

Í júní hefur hópur fornleifafræðinga verið við rannsóknir á fornum öskuhaugum í Hörgárdal og Öxnadal. Rannsóknin er liður í stærra verkefni sem ber vinnuheitið "Bakland Gása". Markmið rannsóknanna er m.a. að afla efnis til að bera saman við það sem grafið var upp á Gásum á árunum 2001-2006. Í öskuhaugum er að finna mikið magn dýrabeina, sem og aðrar upplýsingar, og munu niðurstöður rannsóknanna ge...

Svala Lind dúxaði í MA

Svala Lind Birnudóttir, Skógarhlíð 41, fékk hæstu einkunn þeirra sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Hún var á málabraut og fékk 9,31 í einkunn. Hún er mikil málakona, hefur lært meira og minna í sex erlendum tungumálum. Svala var í Gettu-betur-liði MA tvö síðustu vetur, sem náði frábæru árangri í bæði skiptin. Þá stundaði hún píanó-nám í mörg ár. Í sumar mun hún vinna í þj...

Hraun fékk viðurkenningu

Á Fífilbrekkuhátíð, sem haldin var á laugardaginn, var Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal ehf. veitt umhverfisviðurkenning Hörgárbyggðar 2009. Viðurkenningin var veitt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á undanförnum árum og snyrtilegt umhverfi. Á Fífilbrekkuhátíðinni sýndi dansfélagið Vefarinn þjóðdansa og boðið var upp á gönguferðir um nágrennið. Formaður menningarfélagsins, Tryggvi Gísla...

Heyskapur byrjaður í Brakanda

Í fyrradag, 10. júní, voru fyrstu túnin í Hörgárdal slegin. Það voru 7 hektarar af háliðagrasi hjá Viðari bónda í Brakanda. Undanfarið hefur verið þokkaleg sprettutíð svo að væntanlega fer heyskapur í fullan gang hér um sveitir á næstu dögum ef þurrkur verður. Í Hörgárbyggð eru alls rúmlega 2.000 hektarar af túnum og kornökrum, svo að nokkur handtök eru framundan í sveitarfélaginu v...

Grænfáninn kominn í Álfastein

Í dag fékk leikskólinn Álfasteinn Grænfánann afhentan í fyrsta sinn, og vonandi ekki í það síðasta. Afhendingin fór fram með viðhöfn á sumargrillhátíð leikskólans. Eygló Björnsdóttir, fulltrúi Grænfánaverkefnis Landverndar, afhenti fánann með ávarpi og við honum tók umhverfisnefnd leikskólans með aðstoð fjölda barna. Í nefndinni eru Halldóra E. Jóhannsdóttir, formaður, Bergljót Jónsdóttir og ...

Kirkjukórinn í tónleikaferð

Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju leggur á morgun land undir fót með tónleika sem bera yfirskriftina "Konan og ástin í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi". Fyrst verður sungið í Þorgeirskirkju við Ljósavatn 11. júní kl. 20:30 og svo í Ketilhúsinu á Akureyri 13. júní kl. 15:00. Með í för verða Björk Jónsdóttir söngkona og Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Stjórnandi er Helga Brynd...

Álfasteinn fær Grænfánann

Á fimmtudaginn, 11. júní, kl. 12:00 mun leikskólinn Álfasteinn fá Grænfánann afhentan við athöfn, sem verður á árlegri sumargrillhátíð skólans. Allir íbúar sveitarfélagsins og aðrir gestir eru velkomnir.  Nemendur og starfsmenn Álfasteins hafa undirbúið sig vel í nærri tvö ár undir að taka við Grænfánanum. Sjá hér dæmi um starfið sem unnið hefur verið. Skólinn mun flagga Grænfánanum næst...