Lísa með tvö Ólympíugull

Elísabet Þöll Hrafnsdóttir frá Ytri-Brennihóli keppti í sundi á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu á dögunum. Hún keppti í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi. Hún gerði sér lítið fyrir og vann báða sína úrslitariðla. Í 50 m baksundi voru rúmlega 40 keppendur sem skipt var í 12 riðla.  

Í úrslitariðlinum synti Lísa með þremur öðrum keppendum, frá Cayman-eyjum, Ástralíu og Hollandi og vann á tímanum 1:11,00 sem var bæting um rúmar 3 sekúndur frá undanrásum.

Geysihörð keppni var í 50 m skriðsundi þar sem Lísa synti í úrslitariðli með 7 keppendum frá Hollandi, Kazakhstan, Mexíkó, Uruguay, Guadeloupe og Liechtenstein. Um 115 keppendur voru í sundinu og skipt í 27 riðla. Lísa synti úrslitasundið á 56,81 og bætti sig verulega frá undanrásum.

Keppendur á mótinu eru um 7.000 talsins frá 180 þjóðum og er ekkert til sparað að gera umgjörð leikanna sem glæsilegasta.

(Frétt af vef Sundfélagsins Óðins