Hraundrangi klifinn

Þrír félagar úr Fjallateyminu klifu drangann fyrir ofan Hraun í Öxnadal á dögunum. Þeir gerðu skemmtilegt myndband um ferðina. Það og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt má finna á vefnum climbing.is

Myndbandið má sjá með því að smella hér. Það er í mjög góðri upplausn og þolir alveg að vera stækkað þannig að fylli skjáinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dranginn er klifinn. Hann var klifinn í fyrsta sinn 5. ágúst 1956 af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni. Sagnir höfðu verið um að kista full af gulli væri geymdu upp á tindinum, en sú saga reyndist ekki á rökum reist að sögn klifurmannanna.