Jón Þór Brynjarsson ráðinn í nýja þjónustustöð

Um miðjan ágúst verður sett á stofn þjónustustöð (áhaldahús) fyrir Hörgársveit. Hún verður á Hjalteyri, en einnig verður vinnuaðstaða í Þelamerkurskóla. Þjónustustöðin mun hafa umsjón með viðhaldi á fasteignum sveitarfélagsins í samráði við forstöðumenn, hafa yfirumsjón með vinnuskóla, sinna tilfallandi verkefnum vegna gatnakerfis, fráveitna, vatnsveitu o.fl.

Fyrsti starfsmaður þjónustustöðvarinnar verður Jón Þór Brynjarsson, Hann var ráðinn úr hópi sextán umsækjanda um starfið.