Smára-TIPP fer vel af stað

Ungmennafélagið Smárinn byrjaði í þessum mánuði að bjóða upp getraunaþjónustu sem fengið hefur nafnið Smára-TIPP. Tippað er í Íslenskum getraunum. Þátttakendur geta lagt ákveðna upphæð í pott og getrauna-sérfræðingar sjá svo um að tippa fyrir hópinn. Svo er hægt að tippa sjálfstætt. Nú þegar hefur komið vinningur í Smára-TIPPINU. Næsta laugardag, 2. febrúar, verður 90 milljóna risapottur í getraununum. Því er full ástæða fyrir þá sem ekki eru byrjaðir að láta nú verða af því. Það er gert með því að koma í Íþróttamiðstöðina á Þelamörk kl. 20:30 á föstudagskvöldið eða hringja í Gísla í Þríhyrningi (sími 894 5551) fyrir kl. 21:25 þá um kvöldið. Þannig verður þetta á hverju föstudagskvöldi til vors. Ungmennafélagið Smárinn fær hlut af söluandvirðinu svo að með þátttökunni er gott málefni styrkt.