Nýir umsjónarmenn á Melum

Um áramótin lét Þórður V. Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, af störfum sem húsvörður félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Hann hafði þá gegnt starfinu í um 17 ár.

Hjónin í Lönguhlíð, Bragi Konráðsson og Eva María Ólafsdóttir, hafa tekið að sér að hafa umsjón með félagsheimilinu. Pantanir á húsinu, upplýsingagjöf o.þ.h. verður frá sama tíma á skrifstofu Hörgárbyggðar.

Á myndinni er Doddi að afhenda Braga og Evu lyklana að félagsheimilinu.