Sílastaðabræður gera það gott á snjóbrettum

Bræðurnir á Sílastöðum, Eiríkur og Halldór Helgasynir, eru í snjóbrettamenntaskóla í Svíþjóð. Í Kastljósi í Sjónvarpinu á föstudaginn var sagt frá frábærum árangri þeirra í alþjóðlegri keppni á snjóbrettum, sem haldin var í Osló á dögunum. Hægt er að horfa á kaflann úr þættinum, með viðtali við Eirík, með því að smella hér. Myndin til vinstri er af Eiríki.