Fjölmennt á nýársbrennu

Ungmennafélagið Smárinn hélt nýársbrennu á föstudagskvöldið norðan við Laugaland. Þar var fjöldi manns í blíðskaparveðri og horfði á gamla árið brenna út. Margir skutu flugeldum og kveiktu á blysum. Á eftir var kaffi og meðlæti í matsal skólans og svo var bingó á eftir. Nokkrar myndir frá brennunni má sjá með því að smella hér fyrir neðan (á meira).