Fundargerð - 24. janúar 2008

Mættir: Guðný Fjóla  Árnmarsdóttir, Bernharð Arnarson, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, auk leikskólastjóra Hugrúnar Hermannsdóttir.

Guðný Fjóla setti fund.

 

1. Starfsmannamál

Tveir starfsmenn eru þungaðar þ.e. Hugrún leikskólastjóri og Dagný. Þær fara, að öllum líkindum, báðar í barnsburðarleyfi í lok júlí. Huga þarf að því að ráða í þessar stöður með vorinu.

 

2. Sumarlokun

Árið 2007 var sumarlokun frá 2. júlí til 23. júlí. Rætt var um að færa það aðeins til og var ákveðið að loka leikskólanum frá  7. júlí til 5. ágúst 2008.

 

3. Breytingar á inntökureglum - lækkun aldurs

Farið var yfir inntökureglur fyrir Álfastein.

A) Vegna ýmissa breytinga, eins og stækkun á húsnæði, leggur leikskólanefndin það til að lágmarksinntökualdur  verði miðaður við 14 mánaða aldur.

B) Leikskólastjóra falið að yfirfara inntökureglurnar í heild sinni og í framhaldi að því að leggja þær fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 

4. Barnafjöldi haust 2008

Sex börn útskrifast í haust  og útlit er fyrir að svipaður fjöldi komi inn.

 

5. Tónlistarkennsla - samstarf við Þelamerkurskóla

Áhugi er fyrir því að fá tónlistarkennslu fyrir börnin og þá hugsanlega í samstarfi við Þelamerkurskóla. Leikskólinn er vel tækjum og tólum búinn til tónlistarkennslu en vantar fagaðila til að leiðbeina á þessu sviði . Nefndinni leist vel á þetta og telur þetta vera kjörna leið til að efla  og auka samstarf leik- og grunnskóla í Hörgárbyggð. Nefndin felur leikskólastjóra að útfæra hugmyndina með tilliti til kostnaðar og ræða við skólastjóra Þelamerkurskóla. 

 

6. Merki Álfasteins

Til er merki Álfasteins og vilji er til að nota það áfram og jafnvel auka notkunina. Nefndinni leist vel á það.

 

7. Foreldrakönnun

Hugrún sagði að tími væri kominn til að gera viðhorfskönnun foreldra til leikskólans. Verður hún gerð með vorinu. Slíkar kannanir hafa verið gerðar reglulega undanfarin ár.

 

8. Hætta afslætti vegna matar þó börn séu veik/frí

Málið allmikið rætt og ákveðið að fella niður allan afslátt á mat vegna styttri veikinda og fría. Foreldrar geta þó sótt um afslátt ef um lengri fjarvistir er að ræða þ.e. 15 virka daga eða lengur.

 

9. Starfsmannafundir á dagvinnutíma

Málið rætt fram og til baka og nefndin sér ekki forsendur til að breyta þessu að sinni.

 

10. Grænfáninn og “stig af stigi”

Hugrún kynnti nefndinni hvernig málinn standa. Allt er á fullu varðandi það að fá Grænfánann.

“Stig af stigi”  er verkefni sem fjallar um samskipti  milli einstaklinga.   Markmið með “stig af stigi” er að börnin læri að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og nota til þess félagslegan skilning og að kunna að umgangast reiði og draga úr æsingi.   Þetta er í notkun í Þelamerkurskóla og stefnt að því að byrja nota í leikskólanum með haustinu.

 

Fundi slitið kl 23:05.