Byrjað á gangstéttum við Birkihlíð

Í vikunni var byrjað á frágangi við götuna Birkihlíð. Eftir undirbúning fyrr í vikunni voru kantsteinarnir steyptir í dag og síðan verður gengið frá gangstéttunum sjálfum eftir helgina. Þar á eftir verður svo lokið við grassvæði í grenndinni.