Sláturhús B. Jensen stækkar

Nú stendur yfir stækkun á sláturhúsi B. Jensen að Lóni. Húsið er hækkað nokkuð til að koma fyrir nýrri vinnslulínu. Afkastageta sláturhússins mun aukast um 50% við þessar breytingar. Nýja vinnslulínan verður tekin í notkun í ágúst nk.