Vinnuskólinn á fullu

Á dögunum vann vinnuskólafólk við byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Erla Davíðsdóttir, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Jón Karl Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, María Jensen, Karólína Gunnarsdóttir og Anna Bára Unnarsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Sigfússon. Vinnuskólinn er rekinn sameiginlega af Hörgárbyggð og Arnarneshreppi.