Fífilbrekkuhátíð á laugardaginn

Næsta laugardag, 16. júní, verður Fífilbrekkuhátíðin á Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst kl. 14:00 með ávörpum og söng. Þá verður nýstofnaður fólkvangur vígður. Síðan verður leiðsögn í þremur gönguferðum um jörðina, upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimlandið að Öxnadalsá. Allir eru velkomnir á hátíðina sem haldin er af menningarfélaginu Hraun í Öxnadal ehf. Búist er við fjölmenni á hátíðina.