Fundargerð - 20. júní 2007

Miðvikudaginn 20. júní 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 15. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Kjör oddvita og varaoddvita

Helgi Steinsson var kosinn oddviti og Árni Arnsteinsson var kosinn varaoddviti.

 

2. Lækjarvellir, deiliskipulag

Skv. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar komu engar athugasemdir við tillögur að deiliskipulagi Lækjarvalla og leggur nefndi til að deiliskipulagið verði auglýst.

Sveitarstjórn fagnar því að ekki hafi borist athugasemdir við tillöguna að deiliskipulagi Lækjarvalla og felur sveitarstjóra að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins til samræmis við þær reglur sem um það gilda.

 

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 11. júní 2007

Lagðar fram teikningar og minnisblað, dags. 30. maí 2007, frá Teiknistofu arkitekta varðandi hugsanlega íbúðabyggð á Gásum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. janúar 2007 og hjá sveitarstjórn 17. janúar 2007. Sveitarstjórn gerði þá svohljóðandi bókun um málið: “Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að ganga til viðræðna við Lífsval ehf. um hugsanlega íbúðabyggð að Gásum.”

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að eiga viðræður við landeiganda Gása á grundvelli fyrirliggjandi gagna frá Teiknistofu arkitekta um fyrirkomulag uppbyggingar og reksturs gatna og veitukerfa og um breytt norðurmörk skipulags svæðisins vegna hugsanlegrar íbúðabyggðar á jörðinni.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

4. Fundargerð fjallskilanefndar, 11. júní 2007

Fundargerðin er í fimm liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, 5. júní 2007

Fundargerðin er í tíu liðum. Tvö erindi sem varða Hörgárbyggð eru afgreidd, þ.e. frá Hörgárbyggð um að setja niður tvö snyrtihús til þriggja ára á landspildu úr Gáseyri og erindi frá Sverri Haraldssyni um að byggja hesthús og fjárhús á lögbýlinu Skriðu.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

6. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 13. júní 2007

Fundargerðin er í fimm liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

7. Lækjarvellir, gatnagerð og auglýsing á lóðum

Skipulagsferli Lækjarvalla er um það bil að ljúka og því þarf strax að hefjast handa við gatnagerðina. Skv. samningi við Vélaver hf. á lóð fyrirtækisins að vera byggingarhæf 1. ágúst eða á fyrstu dögum þar á eftir. Samþykkt var að veita Jónasi Steingrímssyni og Stefáni Jóhannessyni lóð nr. 6 við Lækjarvelli.

Samþykkt var að leita til tilgreindra aðila um að gera tilboð í verkið og var sveitarstjóra og oddvita gefið umboð til að semja við þann aðila sem hagkvæmastur þykir og getur unnið verkið á tilskyldum tíma. Sveitarstjóra falið að auglýsa lóðirnar við Lækjarvelli lausar til umsóknar

 

8. Fráveitumál

Lögð fram skýrsla, dags. 6. júní 2007, frá VST um valkosti við að tengja Skógarhlíðarsvæðið við fráveitukerfi Akureyrarbæjar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

9. Samningur um rekstur leikskóla

Lagt fram uppkast að samningi milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um rekstur leikskólans Álfasteins. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra og oddvita umboð til að ganga til samninga við Arnarneshrepp á grundvelli framlagðra samningsdraga.

 

10. Fundargerð Gásanefndar, 24. maí 2007

Fundargerðin er í fimm liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

11. Gásaeyri, skipting landspildu

Friðrik Gylfi Traustason óskar eftir leyfi til að skipta út úr landspildunni Gásaeyri, sem er nú er 28,8 ha, spildu sem er 4,903 ha, sbr. framlagðan uppdrátt.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimila tilgreind skipti út úr landspildunni Gáseyri skv. framlögðum gögnum.

 

12. Þríhyrningur, landspilda úr landbúnaðarnotum

Sótt er um að tekin verði úr landbúnaðarnotum (til skógræktar) 2,64 ha landspilda úr landi Þríhyrnings, sbr. framlagðan uppdrátt.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

13. Skriða, bygging fjárhúss og hesthúss

Sverrir Haraldsson sækir um leyfi til að byggja samþykkt hesthús og fjárhús í Skriðu, sbr. framlagðan uppdrátt. Sótt hefur verið um undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar vegna nálægðar við þjóðveg.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

14. Neðri-Rauðilækur, spildur undanskildar við sölu

Tölvupóstur, dags. 13. júní 2007, frá Árna Ingólfssyni, þar óskað er eftir heimild til að undirskilja þrjár spildur úr landi Neðri-Rauðalækjar við sölu jarðarinnar, sbr. framlagðan uppdrátt.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

15. Þverá, bygging vélageymslu

Þorsteinn Rútsson óskar eftir leyfi til að byggja vélageymslu u.þ.b. 80 m norðan við útihúsin á Þverá í Öxnadal, sbr. framlagðan uppdrátt.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

16. Sorpeyðing Eyjafjarðar bs., tillaga um að hætta starfsemi

Lagt fram bréf, dags. 11. júní 2007, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um að starfsemi Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. verði hætt og um að málið verði fjallað skv. 83. og 85 gr. sveitarstjórnarlaga.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að starfsemi Sorpeyðingar Eyjafjarðar verði hætt, sbr. samþykkt vorfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar 2007.

 

17. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018, niðurfelling

Lagt fram bréf, dags. 14. júní 2007, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um niðurfellingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fella niður Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018.

 

18. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Umsókn, dags. 22. maí 2007,  um námsvist tvö næstu skólaár fyrir barn úr Hörgárbyggð í Giljaskóla á Akureyri. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

19. Skólaakstur í Þelamerkurskóla 2007-2008

Lagt fram minnisblað um nemendafjölda Þelamerkurskóla næsta skólaár, skipt eftir akstursleiðum. Þar kemur fram að ekki þarf að gera neinar breytingar á bílastærðum nema þá helst skólabílnum sem fer um Skógarhlíð að hann sé ekki nægjanlega stór og einnig hefur komið fram ósk um að fleiri sæti séu til ráðstöfunar í þeim bíl eftir skóla, vegna barna sem vilja að sækja til Akureyrar v/ íþróttaæfinga eða annað tómstundastarf.

Lögð var fram áskorun f.h. foreldra og forráðamanna um að skólabílinn sem fer um Skógarhlíð verði stærri til að hægt sé að bjóða uppá þann kost að börn geti fengið að ferðast með þeim bíl til Akureyrar. Sveitarstjóra falið að gera aksturssamninga við skólabílstjóra fyrir næsta skólaár.

 

20. Skógarhlíð 12, úrbætur við byggingarframkvæmdir

Lagt fram minnisblað um úrbætur á umgengni við byggingarframkvæmdir við Skógarhlíð 12. Ábendingum hefur verið komið á framfæri við byggingafulltrúa sem hefur verið í sambandi við byggingastjóra hússins.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

21. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, kostnaðarskipting

Lögð fram fundargerð frá 31. maí 2007 hjá nefnd um skiptingu á launakostnaði í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Nefndin leggur til að launakostnaði vegna kennslu verði alfarið skipt milli sveitarfélaga eftir kennslustundafjölda.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um að launakostnaði verði skipt milli sveitarfélaganna eftir kennslustundarfjölda. Skv. því lækkar hlutur Hörgárbyggðar a.m.k. um kr. 170.000 á ári.

 

22. Reglur um lausagöngu hrossa

Lagt fram minnisblað um upprekstur hrossa í tilefni af fundargerð fjallskilanefndar 26. apríl 2007,  þar sem því er beint til sveitarstjórnar að skoða hvort bann við lausgöngu hrossa í Glæsibæjardeild standist lög. Málið lagt fram til kynningar en ákveðið að fara í að endurskoða reglugerð um búfjárhald í Hörgárbyggð.

 

23.  Amtmannssetrið Möðruvöllum

Við vígslu Leikhússins á Möðruvöllum 26. maí 2007 var sjálfseignarstofnuninni Amtmannssetrið á Möðruvöllum færð gjöf frá Hörgárbyggð að upphæð kr. 100.000, með samþykki allra sveitarstjórnarmanna í tölvupósti.  Sveitarstjórn samþykkir einróma með undirritun fundargerðarinnar umrædda gjöf.

 

24. Greið leið ehf., aðalfundur

Aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf. verður haldin 27. júní 2007.

Ákveðið var að sveitarstjóri fari með umboð Hörgárbyggðar á aðalfundinum.

 

25. Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu

Lagt fram bréf, dags. 9. maí 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um að gerðar verði viðbragðsáætlanir um sorphirðu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjóra falið að leggja drög að ofangreindri viðbragðsáætlun, eftir atvikum í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.

 

26. Hópferð á Opna daga ESB

Lagt fram bréf, dags. 11. júní 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem gerð er grein fyrirhugaðri hópferð á Opna daga Héraðanefndar Evrópusambandsins í Brussel 8.-10. okt. 2007.

Lagt fram til kynningar.

 

27. Umsögn um tillögu til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð

Lagt fram bréf, dags. 16. maí 2007, frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldi eiganda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð. Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við frumvarpið ef talin er ástæða til.

 

28. Ný lög um gatnagerðargjald

Lagt fram bréf, dags. 31. maí 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem greint er frá nýjum lögum um gatnagerðargjald sem taka eiga gildi 1. júlí 2007. Sveitarstjórnir eru hvattar til að hraða vinnu við endurskoðun gildandi samþykkta og gjaldskráa um gatnagerðargjöld til samræmis við hin nýju lög og birta þær í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun gatnagerðargjalda í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

 

29. Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál

Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál. Samningurinn gerir ráð fyrir stofnun Menningarráðs Eyþings, sem m.a. úthlutar fjármagni til menningarverkefna á Norðurlandi eystra skv. samningi ríkisins og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál. Hlutdeild Hörgárbyggðar í kostnaði við samstarfssamninginn er áætlaður 80-100 þús. kr. á ári árin 2008 og 2009.

Sveitarstjóra falið að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Hörgárbyggðar.

 

30. RARIK, leyfi fyrir staðsetningu spennistöðvar í Skógarhlíðarhverfi

Lagt fram bréf, dags. 19. júní 2007, frá Ármanni Gunnarssyni, þar sem hann mótmælir því að spennistöð RARIK neðan Skógarhlíðar verði færð að götunni, sbr. 13. mál í fundargerð sveitarstjórnar 16. maí 2007. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 23:57