Fréttir

Stella frá Auðbrekku fékk styrk

Sl. föstudag veitti Landsbankinn á Akureyri Guðbjörgu Stellu Árnadóttur frá Auðbrekku í Hörgárdal styrk til rannsóknatengds framhaldsnáms við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Hún brautskráðist frá þeirri deild síðastliðið vor. Styrkurinn er að fjárhæð 500.000 krónur. Stellu er óskað til hamingju með styrkinn. Nánar um styrkveitinguna má lesa hér....

Orðsending frá fjallskilanefnd

Fjallskilanefnd Hörgárbyggðar minnir á að í 14. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög á svæði héraðsnefndar Eyjafjarðar er eftirfarandi ákvæði:  „Samhliða seinni göngum skulu landeigendur afgirtra heimalanda smala þau lönd og gera full skil á því fé sem þar er.” Ef landeigendur ætla að hreinsa fé út úr girðingum mælir fjallskilanefnd með að það sé gert fyrir 1. göngur....

Úrslit bæjakeppni Framfara

Á laugardaginn fór fram bæjakeppni hrossaræktarfélagsins Framfara á skeiðvellinum við Björg. Keppt var í 7 flokkum. Mótið tókst vel og þátttaka var góð, nema hún hefði mátt vera meiri í bændaflokknum. Styrktaraðilar mótsins voru fjölmargir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra. Sigurvegarar mótsins urðu: Í pollaflokki Brynjar Logi Magnússon, Akureyri, og Djákni frá Dalvík,...

Hlíðarbær fær andlitslyftingu

Um þessar mundir er verið að mála félagsheimilið Hlíðarbæ að utan og skipta um járn á hluta af þaki þess. Múrviðgerðir og málningarvinnuna annast Pálmi Bjarnason skv. tilboði sem hann gerði í verkið. Síðustu daga hefur Þorsteinn Áskelsson unnið að því að setja nýtt þakjárn á sal hússins. Áður var búið að skipta um járn á öðrum þakflötum hússins....

Göngur og réttir í Hörgárbyggð 2006

Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Barká verða fyrstu göngur laugardaginn 9. sept. Réttað verður í Þórustaðarétt og Þorvaldsdalsrétt síðdegis sama dag auk nokkurra heimarétta. Í fremri hluta Skriðudeildar og Öxnadal verða fyrstu göngur frá miðvikudeginum 13. sept. til sunnudagsins 17. sept. Réttað verður í Staðarbakkarétt föstudaginn 15. sept. kl. 10 f.h. og ...

Í Skjaldarvík verði áfram hjúkrunardeild

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur undir þau sjónarmið starfsmanna í Skjaldarvík að þar sé mjög heppilegt að reka heimili fyrir fólk með minnisglöp og skorar á bæjarstjórn Akureyrar að endurskoða þá afstöðu sína að leggja niður heimilið, ekki síst í ljósi þess að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum í héraðinu hafa verið að lengjast....

Barnmarga boðhlaupssveitin

Í gær fór fram 2. hluti aldursflokkamóts UMSE í frjálsum íþróttum á Akureyrarvelli. Það er haldið samhliða Akureyrarmóti sem Ungmennafélag Akureyrar (UFA) heldur. Í 1. hluta mótsins, sem var 9. ágúst sl., vakti athygli sveit kvenna í 4x100 m boðhlaupi frá Umf. Smáranum í Hörgárbyggð. Konurnur í henni eiga samtals 13 börn og er það sennilega Íslandsmet. Sveitin náði 2. sæti á mótinu á tím...

Góð aðsókn að sundlauginni

Aðsókn að sundlauginni á Þelamörk í sumar hefur verið talsvert meiri en í fyrra og fer hún nú vaxandi á hverju ári. Sumartíma sundlaugarinnar lýkur næsta sunnudag. Þangað til verður hún opin kl. 10-22 virka daga og á sunnudaginn 20. ágúst og 10-19 á laugardaginn 19. ágúst. Í vetur verður sundlaugin opin kl. 17-22 virka daga, 10-18 á laugardögum og 10-22 á sunnudögum....

Frá fjallskilanefnd

Þeir sauðfjáreigendur í Hörgárbyggð sem hafa allt sitt sauðfé í sauðheldum girðingum sumarlangt geta sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum fyrir sauðfé. Umsóknin fyrir árið 2006 þarf að berast til fjallskilanefndar í  síðasta lagi 21. ágúst 2006. Í nefndinni eru: Guðmundur Skúlason, símar 462 6756 og 846 1589, Aðalsteinn Hreinsson, símar 462 6996 og...

Viðbygging við leikskólann hafin

Hafin er viðbygging við leikskólann í Álfasteini. Það er Katla ehf., byggingafélag, sem tekið hefur að sér að byggja húsið. Viðbyggingin er 160 fermetrar að stærð. Hún er teiknuð af Þresti Sigurðssyni hjá teiknistofunni Opus ehf. Gert er ráð fyrir að lokið verði við viðbygginguna fyrir árslok....