Fréttir

GSM-samband á Öxnadalsheiði

Í dag og á morgun mun Síminn setja upp GSM-stöðvar í Öxnadal og á Öxnadalsheiði. Með þessum nýju stöðvum bætast við tæplega 20 km af þjóðvegi þar sem er GSM samband frá Símanum. Þar með eru öll heimili í Hörgárbyggð með GSM-samband frá báðum farsímafyrirtækjunum. Þá eru vegfarendur efst í Öxnadal og á Öxnadalsheiði betur settir en áður ef þeir lenda þar í vandræðum, t.d. vegna veður...

199 ár frá fæðingu Jónasar

Í gær, 16. nóvember, voru 199 ár liðin frá því að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist á Hrauni í Öxnadal. Nú er sú jörð í eigu menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. sem hefur staðið fyrir endurbótum á íbúðinni á jörðinni og fleiri lagfæringum. Næsta vor er ráðgert að opna þar minningarstofu um Jónas og taka í notkun fræðimannsíbúð. Þá verður fleira gert til að min...

Dreifar af dagsláttu

Leiklesin skemmtidagskrá úr smiðju Kristjáns frá Djúpalæk með lifandi tónlist verður á Melum í Hörgárdal laugardaginn 18. nóv. kl. 20:30 og sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:00, sjá nánar með því að smella hér. Kaffihúsastemming verður á staðnum og er fólk hvatt til að sleppa ekki þessu tækifæri til að eiga notalega stund með góðum listamönnum....

Samningur um könnun á sameiginlegri fráveitu

Nýlega sömdu Hörgárbyggð og Akureyrarbær sameiginlega við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf (VST hf) um að finna sameiginlega lausn á frárennslismálum fyrir Skógarhlíðarhverfi í Hörgárbyggð og Grænhólssvæðið á Akureyri. Gera á áætlun um magn frárennslis að hugsanlegri dælustöð og gera frumtillögur að legu lagna að og frá henni og tillögur að fyrirkomulagi í dælustöðinn...

Salurinn í Hlíðarbæ fær nýja loftklæðningu

Hafin er vinna við að setja nýja klæðningu upp í loft aðalsalar Hlíðarbæjar. Fjarlægð er eldri klæðning og einangrun, hvort tveggja var orðið lélegt. Einangrunin stóðst ekki kröfur lengur. Steinull er sett upp í loftið og síðan er það klætt með gifsplötum. Nýrri lýsingu verður svo komið fyrir í loftinu. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið áðu...

Síðasti fundur bókasafnsnefndar

Í gær hélt bókasafnsnefnd Hörgárbyggðar síðasta formlega fund sinn. Á undanförnum árum hefur nefndin unnið mikið starf í að sameina bókasöfn hreppanna sem sameinuðust í Hörgárbyggð. Bókasöfnin voru sameinuð skólabókasafni Þelamerkurskóla á grundvelli sammnings sem gerður var um samstarf bóksafns Glæsibæjarhrepps og skólabókasafnsins. Þar er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélgsins eigi, eftir sem á...

Meira umferðaröryggi

Í dag voru settir upp þrír ljósastaurar við þjóðveginn hjá Þelamerkurskóla til viðbótar við þá sem þar voru fyrir. Þar voru að verki Herbert Hjálmarsson, Sigmundur Þórisson og Valdimar Valdimarsson frá RARIK. Uppsetning ljósastaura var meðal þess sem rætt var á fundi um að auka umferðaröryggi skólabarna í Þelamerkurskóla, sem var haldinn í skólanum 2. mars sl. Fyrr í haust sett...

Gráa svæðið, gallerý

Í Þelamerkurskóla er rekið gallerýið "Gráa svæðið". Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndmenntakennari, á allan heiður af gallerýinu. Þar sýnir núna Bjarni Sigurbjörnsson, sem hefur skapað sér sérstöðu á Íslandi með kraftmiklum abstrakt málverkum á plexigler. Á undan Bjarna sýndi Arnfinna Bjönsdóttir, Siglufirði, klippimyndir á Gráa svæðinu. Í desember verður þar Þjóðverjinn Jan Voss, kon...

Halloween-partí

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var Halloween-partí hjá 1. - 4. bekk Þela-merkurskóla. Það var haldið í fjós-hlöðunni hjá Árna og Boggu í Stóra-Dunhaga. Foreldrar krakkanna í bekkjunum skipu-lögðu dagskrána og hlaðan var skreytt með alls kyns verum og draugum. Heilmikið var um að vera, grill, ratleikur, öskurkeppni og bragðað á gotteríi. Börn og fullorðnir komu í búningum sem hæfðu tilefninu, ei...

Vegabætur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur þunga áherslu á að áætlun gildandi vegáætlunar um fjárveitingar í framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg árið 2008 minnki ekki, og að strax árið eftir haldi framkvæmdir við þessa vegi áfram. Þá bendir sveitarstjórnin á að uppbygging annarra tengivega í sveitarfélaginu sé mjög brýn. Fyrir dyrum stendur að endurskoða vegáætlunina. Myndin er af brún...