Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í júní 2013 í samræmi við ákvæði 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 23. ágúst 2013.

 

Að svæðisskipulaginu standa Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á skrifstofum og vefsíðum hvers aðildarsveitarfélags og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Vegna minni háttar ágalla á birtingu skipulagstillögunnar á vefsíðum nokkurra viðkomandi sveitarfélaga er athugasemdafrestur framlengdur til föstudagsins 30. ágúst 2013.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en framlengdur athugasemdafrestur er útrunninn.

 

Athugasemdum skal skila skriflega til:

Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.,

Kaupangi við Mýrarveg,

600 Akureyri.

Eyjafjarðarsveit  12. ágúst 2013.

 

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar