Sögumannastund á Möðruvöllum 10. ágúst

Í tengslum við sýningu Minjasafnins "Hér á ég heima" munu sagnamenn úr Hörgársveit fara á flug í Leikhúsinu á Möðruvöllum laugardaginn 10. ágúst kl. 13-16  og  segja sögur úr sveitinni, bæði sennilegar og ósennilegar og spjalla við gesti og gangandi. Heitt verður á könnunni. Aðgangur er ókeypis en atburðurinn er styrktur af Menningarráði Eyþings og Landsbankanum.