Halldór kominn í úrslit á ESPN

Halldór Helgason frá Sílastöðum er kominn í úrslit í keppni sjónvarpsstöðvarinnar ESPN um brettamann ársins. Halldór þykir sigurstranglegur í keppninni, en hægt er að taka þátt í kosningu á netinu með því að smella hér.

Kosningin fer þannig fram að kosið er á milli tveggja keppenda og dettur annar út en hinn heldur áfram.  Á spjallrásum er sú skoðun ríkjandi að það sé óheppilegt að þeir tveir sem nú keppa hafi raðast saman þar sem þeir séu þeir bestu og ósanngjarnt að annar þeirra falli úr keppninni.