Íbúafundur um aðalskipulag

Almennur íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00 í Hlíðarbæ þar sem kostur gefst á að koma á framfæri ábendingum strax í upphafi skipulagsvinnunnar. Skipulagsráðgjafar munu gera grein fyrir lýsingu á skipulagsverkefninu og fyrirhugaðan skipulagsferil.

Hafin er gerð aðalskipulags fyrir Hörgársveit. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem taka skal til alls lands innan staðarmarka viðkomandi sveitarfélags. Þar kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Fólk er hvatt til að koma á fundinn og hafa þannig áhrif á það samfélag sem það býr í.