Leikfélag Hörgdæla tekur við rekstri Mela

Hörgársveit, Kvenfélag Hörgdæla og Leikfélag Hörgdæla hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Leikfélagið tekur við rekstri félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Skrifað var undir samning þess efnis í dag.
Leikfélagið hyggst halda uppi fjölbreyttri starfsemi í húsinu og bjóða það til leigu fyrir mannfagnað og viðburði auk þess sem Melar munu hýsa líflegt starf Leikfélags Hörgdæla.