Bein útsending: Steinunn Erla og Hulda Kristín á Reykjavíkurleikum

Reykjavíkurleikarnir í íþróttum (Reykjavik International Games) byrja í dag og standa fram á sunnudag. Um er að ræða boðsmót, þar sem sterkustu keppendum í hverri grein er boðin þátttaka. Tveir keppendur frá Hörgársveit eru meðal keppenda, þær Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, (f. 1993) og Hulda Kristín Helgadóttir, Syðri-Bægisá (f. 1998). Laugardaginn 21. jan (á morgun) kl. 14:30-17:00 verður bein sjónvarpsútsending RÚV frá frjálsíþróttakeppni leikanna. Kl. 14:55 keppir Steinunn Erla í 60 m hlaupi og kl. 16:10 í 400 m hlaupi. Kl. 16:20 keppir Hulda Kristín í 800 m hlaupi.