Fréttasafn

Badmintonæfingar í Íþróttamiðstöðinni

17. nóvember hófust badmintontímar fyrir fullorðna í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Badminton er skemmtilegur og spennandi leikur auk þess að vera mjög góð heilsurækt sem reynir á allan líkamann. Tímarnir verða vikulega á fimmtudögum kl. 19-20. Enn er pláss fyrir nokkra í viðbót. Áhugasamir hafi samband við Ingó (896-4355) eða Kristján (862-6879). ...

Dagur íslenskrar tungu í Þelamerkurskóla og Jónasarlaug

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í ár ætla nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla að koma saman á sal kl. 11.50. Dagskráin verður fjölbreytt og er hún helguð Jónasi, íslenskri tungu og Stóru upplestrarkeppninni. Allir 7. bekkingar taka þátt í henni og hefst hún formlega á þessum degi. Dagskráin á sal verður sem hér segir: 1. Nemendur úr 5. og 6. bekk kynna Jónas og dag íslen...

Fundargerð - 31. október 2011

Mánudaginn 31. október 2011 kl. 20:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.   Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Einar Kristinn Brynjólfsson, Líney Diðriksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir nefndarmenn og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Bára Björk Björnsdót...

Metaðsókn hjá Leikfélagi Hörgdæla

Leikfélag Hörgdæla tók hina geysivinsælu sýningu „Með fullri reisn“ aftur til sýninga nú í haust og virðist ekki hafa verið vanþörf á því það hefur verið gríðarmikil aðsókn og er uppselt á allar sýningar sem fyrirhugaðar eru á Melum. Sýningin var vinsælasta sýning landsins í áhugaleikhúsi. Síðan ætla leikfélagsmenn og -konur að halda í leikferð til Reykjavíkur. Verður leikritið sýnt á fjórum sýnin...

Fundargerð - 27. október 2011

Fimmtudaginn 27. október 2011 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bryndís Óskarsdóttir, Guðmundur Sturluson, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði...

Samið um gerð aðalskipulags

Yngvi Þór Loftsson, Óskar Örn Gunnarsson og Margrét Ólafsdóttir munu vinna aðalskipulagið.Samkvæmt samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýverið hefur verið gengið til samninga við Landmótun sf í Kópavogi um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri. Að þesarri vinnu lokinni mun allt sveitarfélagið uppfylla formkröfur Skipulagsstofnunar. Áætlað er að ...

Umhverfisráðherra kemur í heimsókn

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherraSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kemur í stutta heimsókn í Hörgársveit föstudaginn 28. október næstkomandi. Heimsóknin hefst á hádegisverði í Þelamerkurskóla, en þennan dag velja nemendur matseðilinn. Að því búnu hittir ráðherra sveitarstjórnina og síðan verður farið í leikskólann Álfastein, en bæði leikskólinn og grunnskólinn starfa undi...

Fundargerð - 19. október 2011

Miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, endurskoðun Lögð fram d...

Bændur fækka fötum á ný

Leiksýning Leikfélags Hörgdæla, Með fullri reisn, sem sló öll aðsóknarmet í vor, verður tekin til sýninga á ný nú í haust. Áætlaðar eru tíu sýningar og er nú þegar orðið uppselt á nokkrar þeirra.   Af þessu tilefni orti Arnsteinn Stefánsson:  Þó að veðrið versni enn vel má láta fjörið hækka Í Hörgárdalnum hlýnar senn og hraustir bændur klæðum fækka.   Sýningar fara fram frá 20. okt...

Fundargerð - 11. október 2011

Þriðjudaginn 11. október 2011 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist: &...