Dagur íslenskrar tungu í Þelamerkurskóla og Jónasarlaug

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

Í ár ætla nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla að koma saman á sal kl. 11.50. Dagskráin verður fjölbreytt og er hún helguð Jónasi, íslenskri tungu og Stóru upplestrarkeppninni. Allir 7. bekkingar taka þátt í henni og hefst hún formlega á þessum degi.

Dagskráin á sal verður sem hér segir:

1. Nemendur úr 5. og 6. bekk kynna Jónas og dag íslenskrar tungu.

2. Eva Margrét Árnadóttir frá Stóra Dunhaga og nemandi í 9. bekk spilar Álfareiðina á harmonikku og Sigga Hulda tónmenntakennari spilar með á gítar.

3. Benedikt Stefánsson frá Ytri Bægisá og nemandi í 7. bekk les upp ljóð.

4. Sindri Snær Jóhannesson frá Þríhyrningi, nemandi í 8. bekk og fulltrúi skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sl. vor les Dalvísu eftir Jónas Hallgrímsson. Sindri Snær fékk 3. verðlaun fyrir upplestur sinn.

5. Barnakór Þelamerkurskóla syngur Heiðlóukvæði eftir Jónas. Textanum verður varpað upp svo allir getið tekið undir.

6. Dagskránni lýkur með því að allir syngja saman Á íslensku má alltaf finna svar.

Allir velkomnir.

Í Jónasarlaug geta sundlaugargestir lesið ljóð sem nemendur 1.-4. bekkjar hafa skrifað upp og myndskreytt. Ljóðunum verður komið fyrir nálægt heitu pottum laugarinnar. Einnig verða verk nemenda elsta námshópsins Ég sem Jónas komið fyrir í anddyri laugarinnar.

 

Þennan sama dag verður hátíðadagskrá í Háskólanum á Akureyri með þátttöku nemenda skólans og menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal. Sjá má auglýsingu um þann viðburð hér.