Badmintonæfingar í Íþróttamiðstöðinni

17. nóvember hófust badmintontímar fyrir fullorðna í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Badminton er skemmtilegur og spennandi leikur auk þess að vera mjög góð heilsurækt sem reynir á allan líkamann.
Tímarnir verða vikulega á fimmtudögum kl. 19-20. Enn er pláss fyrir nokkra í viðbót. Áhugasamir hafi samband við Ingó (896-4355) eða Kristján (862-6879).