Bændur fækka fötum á ný

Leiksýning Leikfélags Hörgdæla, Með fullri reisn, sem sló öll aðsóknarmet í vor, verður tekin til sýninga á ný nú í haust.

Áætlaðar eru tíu sýningar og er nú þegar orðið uppselt á nokkrar þeirra.

 

Af þessu tilefni orti Arnsteinn Stefánsson:

 

Þó að veðrið versni enn

vel má láta fjörið hækka

Í Hörgárdalnum hlýnar senn

og hraustir bændur klæðum fækka.

 

Sýningar fara fram frá 20. október til 5. nóvember og er hægt að panta miða í s. 821 9659. Nánari upplýsingar er að finna hér.