Heyrúlluplasts-söfnun frestast

Söfnun heyrúlluplasts (baggaplasts) í Hörgársveit sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns, þriðjudagsins 11. janúar.

Í dag verður lokið við sorphirðu í Hörgárbyggðarhluta sveitarfélagsins sem fara átti fram sl. fimmtudag. Húsráðendur eru beðnir um að hreinsa snjó frá sorpílátum.