Frístundakort

Hörgársveit mun á árinu 2011 niðurgreiða þátttökugjöld barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi skv. reglum sem sveitarstjórn hefur sett. Markmiðið er að stuðla að þátttöku barna í slíku starfi óháð efnahag fjölskyldna, í forvarnarskyni.

Frístundakortið er í formi bréfs sem sent hefur verið til forráðamanna barna á grunnskólaaldri með lögheimili í sveitarfélaginu.  Hvert bréf verður merkt viðkomandi barni og því verður hægt að framvísa sem greiðslu upp í þátttökugjald hjá mörgum íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum og dansskólum. Auk þess gildir það sem greiðsla fyrir sundmiða viðkomandi barns í sundlauginni á Þelamörk. Þær reglur sem gilda um niðurgreiðsluna má lesa með því að smella hér