Fundargerð - 12. janúar 2011

Miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri

Umræður urðu um málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri í framhaldi af fundum nefndarinnar 6. september 2010 og 18. nóvember 2010 (2. liður dagskrár fundarins).

Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að rætt verði við aðila sem sýnt hefur verksmiðjubyggingunum áhuga með það í huga að byggð verði upp fjölþætt starfsemi á svæðinu.

 

2. Ráðstöfun framlags til atvinnumála

Umræður urðu um ráðstöfun sérstaks framlags til atvinnumála, sem er á fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2011.

Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir viðskiptahugmynd í því skyni að hún verði studd með hluta af ofangreindu fjárframlagi.

 

3. Atvinnulóðasvæði í sveitarfélaginu

Atvinnulóðasvæði skv. skipulagi í sveitarfélaginu eru þrjú (fyrir utan stakar atvinnulóðir á Lónsbakka og Hjalteyri), þ.e. Dysnes-svæðið, Lækjarvellir og Skútar/Moldhaugar. Umræður urðu stöðu mála á þessu svæðum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:15.