Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:40.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Rekstur undanfarnar vikur

Fram kom að mikil aukning hefur orðið á aðsókn að sundlauginni á undanförnum vikum miðað við síðasta ár. Þar af leiðandi eru tekjur talsvert meiri en gert var ráð fyrir.

 

2. Bráðabirgðauppgjör framkvæmda

Lagt fram uppgjör endurbóta á sundlauginni á síðasta ári.

 

3. Gjaldskrármál

Ákveðið að tímar í sal verði hækkaðir upp í 5.000 pr. klst. í langtímaleigu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00