Framkvæmdir við reiðleiðir

Nú er verið að gera reiðfær leið meðfram þeim vegaköflum í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi sem bundið slitlag var sett á síðastliðið sumar. Það eru Dagverðareyrarvegur frá Hlíðarbæ að Hellulandi og Hörgárdalsvegur frá Björgum að Brakanda, alls tæplega 10 km. Það eru verktakarnir Malar- og efnissalan Björgum ehf. og Finnur ehf. sem sjá um framkvæmdirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hörgárbyggðar, Arnarneshrepps og viðkomandi landeigenda.