Fréttasafn

Samningur um könnun á sameiginlegri fráveitu

Nýlega sömdu Hörgárbyggð og Akureyrarbær sameiginlega við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf (VST hf) um að finna sameiginlega lausn á frárennslismálum fyrir Skógarhlíðarhverfi í Hörgárbyggð og Grænhólssvæðið á Akureyri. Gera á áætlun um magn frárennslis að hugsanlegri dælustöð og gera frumtillögur að legu lagna að og frá henni og tillögur að fyrirkomulagi í dælustöðinn...

Fundargerð - 08. nóvember 2006

Miðvikudaginn 8. nóvember 2006 kl. 20:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, formaður, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri. Ennfremur var Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi aðalskipulags Hörgárbyggðar, á fundinum.   Þetta gerðist:   1. Aðalskipulag Yngvi ...

Fundargerð - 08. nóvember 2006

Mættir: Guðný Fjóla Ármannsdóttir, Bernharð Arason, Líney Snjólaug Diðriksdóttir og Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri. Stella Sverrisdóttir sem situr fyrir hönd foreldra var fjarverandi.   Efni fundarins:   1.      Skýrsla um veikindi og frí starfsmanna 2.      Hádegið og eldhúsið núna 3.      Nýbygging 4.&nbs...

Salurinn í Hlíðarbæ fær nýja loftklæðningu

Hafin er vinna við að setja nýja klæðningu upp í loft aðalsalar Hlíðarbæjar. Fjarlægð er eldri klæðning og einangrun, hvort tveggja var orðið lélegt. Einangrunin stóðst ekki kröfur lengur. Steinull er sett upp í loftið og síðan er það klætt með gifsplötum. Nýrri lýsingu verður svo komið fyrir í loftinu. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið áðu...

Síðasti fundur bókasafnsnefndar

Í gær hélt bókasafnsnefnd Hörgárbyggðar síðasta formlega fund sinn. Á undanförnum árum hefur nefndin unnið mikið starf í að sameina bókasöfn hreppanna sem sameinuðust í Hörgárbyggð. Bókasöfnin voru sameinuð skólabókasafni Þelamerkurskóla á grundvelli sammnings sem gerður var um samstarf bóksafns Glæsibæjarhrepps og skólabókasafnsins. Þar er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélgsins eigi, eftir sem á...

Fundargerð - 31. október 2006

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn 31. október 2006 kl. 15:45 í kaffistofu skólans.   Fundinn sátu: Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara   Dagskrá: - Verkaskipting nefndar - Erindisbréf skólanefndar Þelamerkurskóla - Húsnæ...

Meira umferðaröryggi

Í dag voru settir upp þrír ljósastaurar við þjóðveginn hjá Þelamerkurskóla til viðbótar við þá sem þar voru fyrir. Þar voru að verki Herbert Hjálmarsson, Sigmundur Þórisson og Valdimar Valdimarsson frá RARIK. Uppsetning ljósastaura var meðal þess sem rætt var á fundi um að auka umferðaröryggi skólabarna í Þelamerkurskóla, sem var haldinn í skólanum 2. mars sl. Fyrr í haust sett...

Gráa svæðið, gallerý

Í Þelamerkurskóla er rekið gallerýið "Gráa svæðið". Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndmenntakennari, á allan heiður af gallerýinu. Þar sýnir núna Bjarni Sigurbjörnsson, sem hefur skapað sér sérstöðu á Íslandi með kraftmiklum abstrakt málverkum á plexigler. Á undan Bjarna sýndi Arnfinna Bjönsdóttir, Siglufirði, klippimyndir á Gráa svæðinu. Í desember verður þar Þjóðverjinn Jan Voss, kon...

Fundargerð - 25. október 2006

Miðvikudaginn 25. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinn komu Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar húsvarðar Hlíðarbæjar og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Ennfremur voru á fundinum Þorsteinn Áskelsson, Þorvar Þorsteinsson og Jóhannes Axelsson.   Þetta gerð...

Fundargerð - 24. október 2006

Dagskrá fundar: Félagsstarf aldraðra Gerð jafnréttisáætlunar fyrir Hörgárbyggð Önnur mál   Unnar viðraði þá hugmynd að koma á fót einhverskonar starfi fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu, t.d með því að bjóða þeim í sund, síðan yrði hægt að fara upp í skóla í mat og einhverskonar starf eftir það jafnvel í samvinnu við nemendur skólans, tölvukennslu, myndmennt, handverk, söngur eða spila s...